*

sunnudagur, 28. febrúar 2021
Innlent 9. október 2017 08:42

Tölvutek og Símafélagið í samstarf

Tölvutek hefur sölu á internet- og símaþjónustu Símafélagsins auk umsýslu með búnað félagsins.

Ritstjórn
Þorvaldur Finnbogason, yfirmaður þjónustusviðs Símafélagsins, Brjánn Jónsson framkvæmdastjóri Símafélagsins, Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvutek, og Halldór Hrafn Jónsson framkvæmdastjóri sölusviðs Tölvutek fagna samningnum.

Tölvutek og Símafélagið hafa undirritað samning sem felur í sér að Tölvutek hefur nú sölu á internet- og símaþjónustu auk afhendingu og móttöku á búnaði frá Símafélaginu í verslunum sínum í Reykjavík og á Akureyri.

Tölvutek er einn stærsti dreifingar- og söluaðili á tölvum og tölvubúnaði á Íslandi að því er segir í fréttatilkynningu. Símafélagið er alhliða fjarskiptafyrirtæki sem rekur eigin fjarskiptakerfi og býður upp á milllilandasambönd og mikla tækniþekkingu.

„Símafélagið er ört stækkandi og er því viðeigandi að auka við þjónustu með afhendingu á búnaði auk þess sem sérfræðingar Tölvutek geta leiðbeint einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa hug á að stofna eða uppfæra net- eða símamálin sín," segir Brjánn Jónsson framkvæmdastjóri, Símafélagið.

Hafþór Helgason framkvæmdastjóri Tölvutek segir fyrirtækið hafa í fjölda ára verið með net- og símaþjónustu frá Símafélaginu.
„[Við] erum stoltir að geta núna aðstoðað bæði einstaklinga og fyrirtæki við að komast í þá góðu þjónustu sem þeir veita en Símafélagið býður upp á heildarpakka í hröðu interneti, GSM og heimasíma svo eitthvað sé nefnt,“ segir Hafþór.

„Einnig eru þeir þekktir fyrir að vera með einn besta svörunartíma á netinu sem hentar sérlega vel fyrir tölvuleikjaspilun og einnig aðra sem vilja hratt internet.“