Stjórnendur Kaupþings notuðu tvö félög sem stofnuð voru til að halda utan um hlutabréf til varnar kaupréttarsamningum starfsmanna Búnaðarbankans sem afskriftarsjóð utan efnahagsreiknings bankans. Síðar létu þeir annað þeirra, Otris S.A. frá Tortóla-eyju, vera skráðan eiganda að félagi sem var látið kaupa skuldabréf af starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg og Skúla Þorvaldssyni, helsta „bréfbera“ þeirra Kaupþingsmanna, fyrir á þriðja tug milljarða króna.

Yfirvöld telja að „kaupin“ hafi verið framkvæmd eftir að Kaupþing féll og að helstu stjórnendur bankans hafi falsað skjöl til að láta líta svo út að þau hefðu verið framkvæmd á hefðu verið framkvæmd á neyðarlagadaginn 6. október 2008. Leikur grunur á að Guðný Arna Sveinsdóttir, sem áður var fjármálastjóri Kaupþings, hafi haft milligöngu um frágang á skjölunum á meðan hún sat í skilanefnd Kaupþings.

____________________________________

Ítarleg úttekt er á þessum viðskiptum í Viðskiptablaði vikunnar.