*

föstudagur, 18. september 2020
Fólk 9. janúar 2020 14:00

Trausti tekur við Lotu

Trausti Björgvinsson, sem áður vann hjá Orku Náttúrunnar, tekur við framkvæmdastjórn Lotu verkfræðistofu.

Ritstjórn
Trausti hefur gegnt stjórnunarstöðum bæði hjá Orku Náttúrunnar og Dong Energy Wind Power.
Aðsend mynd

Trausti Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Lotu frá og með 1. febrúar, og tekur við starfinu af Pétri Erni Magnússyni.

Trausti var áður yfirmaður hjá Orku náttúrunnar, og þar áður hjá Dong Energy Wind Power, og er með M.Sc. í rafmagnsverkfræði auk gráðu í viðskiptum og stjórnun.

Ólíkt fyrirrennara sínum er Trausti ekki hluthafi í félaginu, og því aukinn aðskilnaður milli stjórnar og framkvæmdastjórnar og skarpari verkaskipting fólginn í ráðningunni.