Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna, þann 20. janúar næstkomandi, heldur áfram að gera atlögu að stórfyrirtækjum. Nú hefur hann tekið fyrir bílaframleiðandann General Motors.

Á Twitter síðu sinni gagnrýnir hann viðskiptahætti GM. Eins og má sjá hér að neðan.

„General Motors senda Chevy Cruze bílategundina yfir landamærin án þess að borga skatta. Framleiðið í Bandaríkjunum ellegar getið þið borgað himinháa landamæratolla,“ tísti Trump til fylgjenda sinna og heimsins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur gagnrýnt stórfyrirtæki, en eins og Viðskiptablaðið hefur áður tekið fyrir bandaríska fyrirtækið Lockheed Martin hann sagði að kostnaður við kaup Bandaríkjahers á F-35 herþotum væri alltof hár og tók fram að hægt væri að spara milljarða dollara í hernaðarútgjöldum. Í kjölfarið þurrkaðist út 2 milljarðar af virði fyrirtækisins á hlutabréfamarkaði eða því sem samsvarar 224,1 milljörðum króna.

GM flutti bílaverksmiðju sína til Mexíkó til að anna eftirspurn, en Trump virðist taka loforð sitt um að færa störf aftur til Bandaríkjanna alvarlega. Áhugavert verður að fylgjast með hvað verður um hlutabréf í GM þegar markaðir opna í Bandaríkjunum.