Edvard Heen, framkvæmdastjóri Tryggingarfelagsins Føroyar , tilkynnti þetta á fréttamannafundi í Reykjavík sem hófst rétt í þessu. Hann sagði jafnframt að ráðamenn TF hefðu frá því snemma árs 2007 kannað möguleika á að koma inn á íslenska markaðinn. Veruleg hreyfing hafi komist á málið í ágúst 2008 og formleg ákvörðun um starfsemi á Íslandi síðan verið tekin á stjórnarfundi fyrirtækisins fyrir réttum tveimur vikum, 24. febrúar 2009.

Þeir fjórir kostir, sem til greina koma af hálfu TF á Íslandi, eru að, hefja beina sölu á vátryggingum TF á íslenskum markaði, stofna útibú TF, stofna íslenskt tryggingafélag í eigu TF, kaupa starfandi, íslenskt tryggingafélag.

Að mati Færeyinganna er álitlegasti kosturinn sá að kaupa að fullu eða að hluta tryggingafélag í rekstri og ráðamenn TF sjá ýmsa möguleika í þeirri stöðu. Þeir hafa undanfarna mánuði rætt við fulltrúa tryggingafélaga, banka og íslenskra stjórnvalda og kynnt áhuga sinn og fyrirætlanir um fjárfestingar í tryggingaþjónustu á Íslandi.