Svo virðist sem fáir hafi komist undan því að tapa á fjármálarugli bandaríska svikahrappsins Bernards Madoffs. Í nýrri tæplega 500 blaðsíðna skýrslu sem birt var um helgina kemur fram að ættingjar starfsmanna fjármálaeftirlitsins féllu grunlausir í gildrur Madoffs og töpuðu stórfé.

Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn eftirlitsins (e. U.S. Securities and Exchange Commission) fengu ítrekað ábendingar um að ekki væri allt með feldu hjá Madoff. Þannig er til þess tekið að ein starfsmanna stofnunarinnar meðtók ábendingar árið 2005 í formi nafnlausara tölvupósta án þess að neitt væri gert með þær. Skömmu síðar fjárfestu ættingjar hans fyrir 2 milljónir dala í félagi Madoffs sem nú líkist meðs Ponzi píramýdasvikamillu. Það var David Kotz sem samdi skýrsluna sem þykir mikill áfellisdómur yfir eftirlitinu. Þar kemur fram að fjármálaeftirlitið hundsaði ábendingar um sviksamlegt athæfi, réði óreynda starfsmenn til að skoða málið og hundsaði að óska eftir réttum upplýsingum.

Madoff byrjaði rekstur sinn árið 1992 og talið er að þúsundir fjárfestar tapi á 65 milljarða dala gjaldþroti hans.