Frá og með gærdeginum geta fleiri en einn ráðherra gengt embætti í hverju ráðuneyti í stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að nú gildi ekki lengur bráðabirgðaákvæði sem kveður á um að þegar skipt er störfum með ráðherrum skuli hvert ráðuneyti óskipt lagt til eins og sama ráðherra.

Vitnað er í nefndarálit meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um þingsályktunartillögu um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.  Í því er meðal annars farið yfir kosti og galla sameiningar ráðuneyta. Vísað er í gesti sem komu fyrir nefndina en þeir viðruðu áhyggjur af því af því að með sameiningunni yrðu nýju ráðuneytin það stór að erfitt gæti reynst fyrir einn ráðherra að hafa yfirsýn yfir alla þá málaflokka sem yrðu á hans málefnasviði.