Sala tvinnbíla (e. hybrid) í Bandaríkjunum hefur aukist mikið undanfarin misseri en þetta eru bílar sem knúnir eru af bæði af hefndbundinni bensínvél og rafmagni.

Á fyrsta ársfjórðungi ársins jókst sala tvinnbíla um 43% samanborið við sama tímabil í fyrra. Sala rafbíla jókst hins vegar einungis um 2,7%. Ástæðan fyrir minnkandi sölu rafbíla er að Tesla tilkynnti nú í byrjun apríl að í fyrsta skiptið frá 2020 væri ekki ekki árlegur vöxtur í afhendingu rafbíla frá framleiðandanum. Frá þessu er greint í Wall Street Journal.

Á fyrsta ársfjórðungi seldust tæplega 400 þúsund tvinnbílar í Bandaríkjunum. Í heildina seldust 128 þúsund fleiri tvinnbílar en rafbílar á einum ársfjórðungi. Hefur munurinn á milli sölu tvinnbíla og rafbíla ekki varið jafnmikill um árabil.