*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 9. október 2014 09:34

Umferð um Keflavíkurflugvöll eykst

Boðið var upp á 1.253 áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í september sem er 22% aukning frá sama tíma í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Boðið var upp á 1.253 áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í september. Á sama tíma í fyrra voru ferðirnar 1.029 talsins og nemur aukningin um 22%. Túristi greinir frá þessu.

Þrettán flugfélög voru með reglulegar ferðir frá landinu í september í fyrra, en nú voru þau sextán talsins. Icelandair fer langflestar ferðir af flugfélögunum, eða rúmlega sjö af hverjum tíu ferðum. Þrátt fyrir að félagið hafi fjölgað ferðum sínum um fimmtung milli ára dregst vægi þess lítillega saman milli ára.

Ferðir WOW air voru nánast jafnmargar í september í ár og í fyrra og dregst hlutdeild þess því dálítið saman vegna fjölgunar flugferða í heild. Fyrirtækið flaug um 11% ferða í september á þessu ári, en í fyrra var hlutfallið 14,3%.

Stikkorð: Icelandair Wow air