Umsóknir um íbúðalán hafa aukist aðra vikuna í röð í Bandaríkjunum

Vegvísir Landsbankans greinir frá þessu og vísar í tölur frá Mortgage Bankers Association.

Í Vegvísinum segir að umsóknir hafi aukist um 7,5% í síðustu viku frá því í vikunni áður. Húsnæðisverð í Bandaríkjunum hefur fallið mikið undanfarið og er fasteignaverð nú viðráðanlegra fyrir þá sem standast greiðslumat, sumir vænta þess þó að verð falli enn frekar.

Hærri vextir af íbúðalánum og offramboð óseldra heimila gefa þó til kynna að krísunni sem einkennt hefur fasteignamarkaði í Bandaríkjunum sé engan veginn lokið.

Íbúðalánavextir fara einnig hækkað og eru meðalvextir á íbúðaláni til 30 ára nú 6,43% en þeir voru 6,33% fyrir viku samkvæmt fréttaveitunni Bloomberg. Kostnaður á mánuði af 100.000 USD láni er nú 627 dollarar og hefur aukist um 59 dollara frá því í janúar.