Viðskiptaráðherra hefur skipað Unni Kristjánsdóttur formann nefndar um erlenda fjárfestingu en hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með að ákvæðum laga um takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sé framfylgt. Formaður nefndarinnar boðar hana til funda.

Þá hefur ráðherra skipað Silju Báru Ómarsdóttur varaformann nefndarinnar. Nefndin, sem er kosin af Alþingi samkvæmt hlutfallskosningu að afstöðnum almennum þingkosningum, er þannig skipuð (varamenn innan sviga):

  • Unnur Kristjánsdóttir, formaður (Arnar Guðmundsson)
  • Silja Bára Ómarsdóttir, varaformaður (Bryndís Haraldsdóttir)
  • Adolf H. Berndsen (Jóna Benediktsdóttir)
  • Björk Sigurgeirsdóttir (Ingiveig Gunnarsdóttir)
  • Sigurður Hannesson (Kolfinna Jóhannesdóttir)

Þá var Þóra M. Hjaltested, lögfræðingur í viðskiptaráðuneytinu  skipuð ritari nefndarinnar.