Í gær stóð Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fyrir fundi um fjárfestingar lífeyrissjóða í nýsköpun. Alan MackKay, ráðgjafi og stjórnarformaður Abernethie Limitied, var meðal ræðumanna á fundinum. MacKay var áður forstjóri Hermes GPE fjárfestingasjóðsins. Á fundinum í gær sagði hann m.a. að það væri röng nálgun að viðfangsefninu að spyrja hve stórum hluta eigna sinna lífeyrissjóðir eigi að verja í nýsköpunarfjárfestinga. Svarið væri mismunandi eftir sjóðum og aðstæðum.

MacKay segir að ef fjárfesting í nýsköpun eigi að ná markmiðum sínum og skila fjárfestum arði og vera samfélaginu til góðs verði að byggja upp ákveðna innviði, en það geti tekið langan tíma.

Nánar er fjallað um fundinn og erindi ræðumanna í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.