Olíumálaráðherra Sádí-Arabíu, Ali al-Naimi, hefur verið tekinn af konungi landsins og er þetta hluti af stærri uppstokkun í stjórn landsins, að því er segir í frétt BBC.

Sameina á nokkur ráðuneyti og önnur, svo sem eins og ráðuneyti vants- og raforku, verða lögð niður. Í stað al-Naimi, sem hafði gegnt ráðherraembættinu í rúm tuttugu ár, kemur fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra landsins, Khaled al-Falih.

Sádí-Arabía er einn stærsti olíuframleiðandi heims og koma um 70% af tekjum ríkisins frá þeim geira. Markmiðið með breytingunum á stjórn landsins er meðal annars að gera landið minna háð olíumörkuðum, en miklar lækkanir á olíuverði hafa leikið sádí-arabíska ríkissjóðinn grátt.