*

mánudagur, 18. janúar 2021
Erlent 4. nóvember 2020 09:03

Úr bleyjunum í grímurnar

Félag sem sérhæfði sig í framleiðslu á bleyjum fyrir hefur skipt um áherslur og leggur nú allt kapp á að framleiða andlitsgrímur.

Ritstjórn
epa

Daddybaby, kínverskt félag sem hingað til hefur sérhæft sig í framleiðslu á bleyjum fyrir unga sem aldna, hefur skipt um áherslur og leggur nú allt kapp á að framleiða andlitsgrímur. BBC greinir frá.

Grímur fyrirtækisins hafa þegar fengið gæðavottanir frá breskum yfirvöldum sem og Evrópusambandinu. Daddybaby fetar þar með í fótspor fjölda fyrirtækja sem hafa lagt allt kapp á framleiðslu andlitsgríma eftir að kórónuveiran tók að breiðast út um heim allan.

Kínverska fyrirtækið er eitt vinsælasta bleyjuvörumerki í heimalandinu og varð m.a. það fyrsta til að vera skráð á markað árið 2015. Líkt og fyrr segir hefur fyrirtækið hingað til einblínt á að framleiða bleyjur, auk blautklúta.

Fyrirtækið hefur þegar náð upp góðri framleiðslugetu, en á degi hverjum nemur framleiðslan um 1.100 grímum á hverri mínútu eða sem nemur 4,5 milljónum gríma að loknum herjum vinnudegi.

Stikkorð: Kína Kína COVID-19 Daddybaby bleyjur gríma