Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,3% við hádegi og er 5.233 stig. Gengi krónu hefur veikst um 0,7% og er 148,1 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nemur 2,4 milljörðum króna.

Century Aluminium [ CENX ] hefur hækkað um 5,7%, Össur [ OSSR ] hefur hækkað um 1,6%, Föroya banki [ FO-BANK ] hefur hækkað um 0,7% og Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur hækkað um 0,4%.

HB Grandi hefur lækkað um 16,7% í viðskiptum sem nema 4,2 milljónum króna, Bakkavör Group [ BAKK ] hefur lækkað um 6,7% en félagið birti uppgjör eftir lok markaðar í gær, Icelandair Group [ ICEAIR ] hefur lækkað um 3,9%, Spron  [ SPRON ]hefur lækkað um 3,7% og FL Group [ FL ] lækkað um 1,9%.