Heldur meiri velta var á fasteignamarkaðnum í febrúar 2006 en í janúar, segir greiningardeild Landsbankans.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu var 759 í febrúar en 516 í janúar. Það er 47,1% aukning.

Heildarveltan nam 19,8 milljörðum króna í febrúar. Það er 34,1% aukning frá fyrra mánuði.

Velta á fasteignamarkaðnum er venjulega lítil í janúar, sökum jóla og áramóta, því er hægt að meta út frá hlutfallsaukningunni, segir greiningardeildin.

Færri kaupsamningum var hins vegar þinglýst í febrúar 2006 en í sama mánuði í fyrra. Munurinn nemur 17,6%. Þó jókst veltan um 8,6% á milli ára.