*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 6. febrúar 2006 16:37

Velta á íbúðarmarkaði eykst

Ritstjórn

Velta á íbúðarmarkaði hefur aukist á síðustu vikum eftir að hafa dregist saman í kringum jólin og fyrstu vikur janúarmánaðar, segir greiningardeild Íslandsbanka.

?(Það) gefur til kynna að enn leynist líf á íbúðamarkaði þrátt fyrir vaxtahækkun og svartsýnar raddir um framhaldið," segir greiningardeildin.

Íbúðaverð lækkaði lítillega í desember á höfuðborgarsvæðinu. Lítil velta á fyrstu vikum ársins bendir til þess að það hafi einnig verið raunin í janúar.