Verðbólga mældist 0,7% í síðasta mánuðiá evrusvæðinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðbólga mældist 0,8% fyrir áramótin. Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir tölurnar auka áhyggjur manna á að skeið verðhjöðnunar sé að renna upp á evrusvæðinu. Það muni spilla fyrir efnahagsbata svæðisins í kjölfar skuldakreppunnar. Og er hann veikur fyrir.

Samkvæmt upplýsingum Eurostat hækkaði verð á mat- og drykkjavörum um 1,7% á milli mánaða á meðan raforkuverð lækkaði um 1,2%.

0,7% verðbólga mældist síðast á evrusvæðinu í október í fyrra. Fyrir þann tíma hafði önnur eins tala ekki sést í næstum fjögur ár.