Árs­verð­bólga í Bret­landi mældist 3,2% í mars­mánuði sem er lækkun úr 3,4% milli mánaða. Hag­fræðingar og greiningar­aðilar höfðu spáð því að verð­bólgan yrði í kringum 3,1% en sam­kvæmt við­skipta­blaði The Guar­dian flækir þetta stöðuna ör­lítið fyrir Eng­lands­banka.

Verð­bólgu­mælingin dregur úr væntingum um að bankinn muni lækka vexti fyrir sumarið en stýri­vextir bankans eru í 5,25%.

Ef marka má hreyfingar á peninga­mörkuðum búast fjár­festar við fyrstu vaxta­lækkun í septem­ber eða nóvember. Fyrir viku síðan stóðu væntingar um vaxta­lækkun í júní­mánuði.

Jeremy Hunt fjár­mála­ráð­herra Bret­lands sagði verð­bólgu­mælinguna þó sýna að verð­bólgan væri á niður­leið enda hefur hún ekki verið lægri í næstum tvö og hálft ár.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, lækkaði úr 4,5% í 4,2%