Greiningardeild Kaupþings hefur hækkað verðmat sitt á Vinnslustöðinni í 4,6 krónur á hlut úr 4,4 krónum á hlut í síðasta verðmati og hækkar tólf mánaða markgengi í 5,1 krónu á hlut úr 4,8 krónur á hlut. Ráðgjöfin til fjárfesta er óbreytt, hlutlaus. Gengi félagsins á markaði er 4,7, samkvæmt upplýsingum frá M5.

?Verð á sjávarafurðum er hátt á erlendum mörkuðum um þessar mundir auk þess sem gengi krónunnar ætti að teljast ásættanlegt fyrir sjávarútveginn. Þetta mun skila sér í uppgjöri Vinnslustöðvarinnar á fyrsta fjórðungi ársins, að mati Greiningardeildar, sem verður mjög góður rekstrarlega séð. Þá mun gengisþróun fjórðungsins leiða til þess að verulegur gengishagnaður verður af lánum félagsins sem mun hafa áhrif á hagnað fjórðungsins,? segir greiningardeildin.