Í nýrri stuttheimildarmynd á vef Motherboard, undirvefsíðu fréttamiðilsins Vice, er fjallað um íslensku rafmyntina Auroracoin. Meðal annars er talað um kreppuna á Íslandi sem hófst árið 2008, auk þess sem talað er við aðstandendur Auroracoin Foundation, samtakanna íslensku sem hafa starfað við uppsetningu kerfisins.

Opnunarskot heimildarmyndarinnar eru af manni við sjónvarp þar sem fréttir frá árinu 2008 um efnahagskreppuna voru í sýningu. Meðal annars tala þulir um að gengi krónunnar hafi aldrei verið jafn lágt og að vegna verðtryggingar hafi lán sumra hverra orðið margfalt hærri eftir gengisfallið.

Því næst er rætt við Pétur Árnason hjá Auroracoin Foundation og samstarfsfólk hans. Saga Auroracoin og nafnlauss stofnanda kerfisins er rakin, auk þess sem fjallað er um hagkerfi eyjaklasans Yap í Míkrónesíu, þar sem stórir og óhagganlegir grjóthnullungar eru notaðir fyrir gjaldmiðil.

Horfa má á heimildarmyndina með því að smella hér .