Nógsamlega hefur verið fjallað um áhrif netmiðla á hefðbundna miðla, en þá gleymist oft að langflestir helstu fréttamiðla á netinu eru nátengdir hefðbundnari miðlum.

Sjálfstæðir fréttamiðlar á netinu hafa í fæstum tilvikum náð miklum árangri og rekstur þeirra alls ekki léttari en hinna.

Rannsókn á notkun breskra fréttamiðla leiðir hins vegar í ljós að systurmiðlar á netinu bæta sáralitlu við sjónvarp og útvarp, hvað fréttir varðar. Hins vegar hafa prentmiðlar af þeim verulegan ávinning, sem endurspeglast einnig í því að þeir selja mikið af auglýsingum, en ljósvakamiðlar á netinu eru fæstir matvinningar.