Ríkiskaup bjóða út viðhald á fasteignum í eigu hins opinbera um land allt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að útboðið nái til fjölda iðngreina og þjónustuaðila, svo sem blikksmiða og annarra málmiðnaðarmanna, málara, múrara, pípulagningamanna, rafiðnaðarmanna og trésmiða.

Markmið útboðsins, sem er auglýst á vef Ríkiskaupa, er að auka úrval á þjónustu fyrir ríkið og gefa nýjum aðilum kost á að bjóða fram þjónustu sína, öllum til hagsbóta eins og segir í tilkynningunni.