Ekkert verður af viðræðum um sameiningu Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis eftir að Sandgerðingar ákváðu að taka ekki þátt. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Samkvæmt Fréttablaðinu sjá bæjaryfirvöld í Garði ekki lengur grundvöll fyrir að halda áfram viðræðum án Sandgerðina.

Sameining þessara sveitarfélaga var felld í íbúakosningu árið 2005 en bæjarráð Reykjanesbæjar óskaði eftir því í maí á þessu ári að sameinarviðræður yrðu teknar upp á ný. Samþykkt var að funda um málið af hálfu bæjarstjórnarinnar í Garði en á fundi bæjarráðs Sandgerðis var því hafnað.