Viðskiptajöfnuður var hagstæður um 29,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 52,8 milljarða króna óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Þetta kemur fram í nýjum tölum Seðlabanka Íslands þar sem bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd er birt og staða þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Afgangur í vöruskiptum við útlönd var 21,2 milljarðar króna og þjónustuviðskipti námu 34,8 milljörðum króna.

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.399 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldirnar námu 13.274 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 8.874 milljarðar króna og nettóskuldir lækka um 230 milljarða króna á milli ársfjórðunga.