Drög framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna að tilskipun um einn sameiginlegan fyrirtækjaskattstofn fyrir öll aðildarríki Evrópusambandsins liggja fyrir. Markmiðið með þeim er að fyrirtæki geti talið fram einn skattstofn óháð því í hve mörgum aðildarríkjum ESB starfsemin fer fram í.

„Fyrirtæki myndu því losna við að telja fram jafnmarga skattstofna og aðildarríkin eru mörg, sem þau starfa í, með tilheyrandi kostnaði við skattskil og sérþekkingu á skattkerfi hvers aðildarríkis. Nú glíma fyrirtæki við 27 ólík skattkerfi innan ESB," skrifar Símon Þór Jónsson forstöðumaður á skatta- og lögfræðisviði Deloitte í grein sem birt var í Viðskiptablaðinu og nú á vb.is .

Símon Þór Jónsson
Símon Þór Jónsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Símon bendir á að þetta mikla flækjustig leiðir ekki aðeins til skattalegrar óvissu og tvísköttunar, heldur einnig til gríðarlegs kostnaðar við skattskil. Fyrirtæki þurfi á stöðugri sérfræðiráðgjöf að halda í hverju landi fyrir sig. Afleiðing þessa sé skert efnahagsleg skilvirkni.

Hann dregur saman í greininni kosti þess að hafa einn sameiginlega fyrirtækjaskattstofn fyrir öll aðildarríki ESB. Næstu skref verða þau að Evrópuþingið fær drög Framkvæmdastjórnarinnar til umfjöllunar og svo munu aðildarríkin greiða atkvæði um málið í ráðherraráðinu.

Hægt er að lesa greinina í heild hér .