Hjá Ferskum kjötvörum er nú leitað að bændum til að eiga í samvinnu við um sérstakt eldi á nautgripum til að nota í kjötvinnslu undir merkjum Íslandsnauts.

Frá þessu er greint á vef Bændablaðsins en Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, segir að fyrirtækinu standi ekki til boða nægilegt magn af holdmiklu nautakjöti og vel fitusprengdu.

„Það er nægt framboð á hráefni í nautahakk, gúllas og snitsel, en við höfum ákveðið að fara þá leið að auglýsa eftir bændum sem eru tilbúnir í samstarf og tryggja okkur þannig nægt framboð af gæðakjöti í tilteknar úrvalssteikur, segir Leifur í samtali við Bændablaðið.

Sjá nánar á vef Bændablaðsins.