Framkvæmdaráð Evrópusambandsins vill nánari útlistun á nákvæmlega hvað, Jose Manuel Barroso, fyrrverandi forseti framkvæmdaráðs ESB, mun gera hjá bankanum Goldman Sachs. Um málið er fjallað á vef Wall Street Journal .

Ráðning Barroso til bankans í júlí hefur verið mjög umdeild og því vill framkvæmdaráðið með Jean-Claude Juncker í fararbroddi, rannsaka siðferðislegar hliðar á ráðningu Barroso til bankans.

Francois Hollande taldi ráðningu Barroso, siðferðislega óviðsættanlega. Þar sem að bankinn hafi verið tengdur ýmsu misjöfnu að sögn Hollande.

Evrópusambandið kallar nú eftir nánari útskýringum á því í hverju starf hans hjá bankanum felist. ESB hefur einnig skipað nefnd til þess að meta siðferðilegt lögmæti.