Veitingastaðir Grillhússins á Lagavegi, Sprengisandi í Reykjavík og í Borgarnesi hafa verið auglýstir til sölu. Ásett verð er 110 milljónir króna, að því er kemur fram í auglýsingu hjá DomusNova fasteignasölu.

Tekið er fram að verið er að selja tæki og búnað ásamt yfirtöku leigusamninga á einstökum stöðum eða öllu stöðunum sem heild.

Grillhúsið ehf., sem er í jafnri eigu Þórðar Bachmann og Hafsteins Hasler, velti 760 milljónum króna árið 2022 sem er 50% aukning frá árinu 2021 þegar veltan nam 505 milljónum. Taprekstur var hjá Grillhúsinu árunum 2019-2022, en þar á undan hafði félagið skilað hagnaði sjö ár í röð.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 115 milljónir í árslok 2022. Skuldir námu 150 milljónum, þar af voru 47 milljónir í langtímaskuldir, og eigið fé var neikvætt um 35 milljónir.