Dov Charney, sem sparkað var sem forstjóra og stjórnarformanni bandarísku fatakeðjunnar American Apparel, í síðustu viku, hótar að fara í mál við stjórn fyrirtækisins nema uppsögnin verði dregin til baka. Lögfræðingur hans segir uppsögnina hafa verið ólögmæta. Varastjórnarformaður American Apparel vísar öllu slíku á bug, að því er fram kemur í bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times .

Ástæðan fyrir uppsögn Charney var sú að hann hafði verið áminntur fyrir óviðeigandi athafnir. Þátt tók Charney þátt í tískuherferð fyrirtækisins þar sem hann var einungis í nærbuxum með tveimur konum upp í rúmi. Yfirskrift auglýsingarinnar var „uppi í rúmi með yfirmanninum.“ Auk þess hefur Charney verið margoft stefnt vegna kynferðislegrar áreitni í garð samstarfskvenna sinna.

Vonast er til þess að með brottrekstrinum verði ímynd fyrirtækisins löguð til.