Fyrirtæki sem hagnast á lægra olíuverði ættu að bæta kjör starfsmanna sinna, segir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Hann hvatti atvinnurekendur til að greiða hærri laun en lágmarkslaun. Mörg fyrirtæki hafa hagnast á lækkandi olíuverði en undanfarið hefur tunnan verið undir 50 Bandaríkjadollurum sem er meira en helmingi minna en síðasta sumar. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Cameron ræddi um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu þar sem hann sagðist vilja sjá hluta af ágóðanum fara til starfsmanna. Hann sagði að slíkt þyrfti að gera þann hátt að fyrirtækin gætu samt haldið áfram vaxa svo framleiðni gæti aukist.