Samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten sendu tveir stjórnmálaflokkar í Noregi, Sósíalíski vinstri flokkurinn og Miðflokkurinn, sendinefnd til Íslands um helgina í þeim tilgangi að reyna að draga úr hvata íslenskra stjórnmálamanna til að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Aaslaug Haga, meðlimur Miðjuflokksins, segir í samtali við Aftenposten: „Systurflokkur okkar (Framfaraflokkurinn) mun halda almennan fund næstu helgi og þar ætla þeir að móta stefnu sína um Evrópusambandsaðild fyrir Ísland, og það er áhugavert fyrir okkur að fylgja þeirri umræðu.”

Haga neitar í samtali við blaðið að meðlimir flokks hennar séu að reyna að sannfæra Íslendinga um að ganga ekki í Evrópusambandið. Aftenposten heldur því þó fram að norsku stjórnmálamennirnir muni leggja áherslu á kostina sem fylgja því að vera utan Evrópusambandsins.

Þá segir í grein Aftenposten að fulltrúar Miðjuflokksins eigi bókaðan fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra.