Kredit­korta­fyrir­tækin Visa og Master­card hafa náð sam­komu­lagi við sam­tök verslunar­eig­enda vestan­hafs eftir næstum tvo ára­tugi af mála­ferlum.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal mun færslu­gjaldið sem leggst á fyrir­tæki fyrir að taka á móti kredit­kortum lækka um 0,04% og haldast ó­breytt næstu fimm árin.

Gjaldið sveiflast eftir bönkum og kredit­korta­fyrir­tækjum en sam­kvæmt WSJ er meðal­færslu­gjald um 2%.

Sam­komu­lagið er einnig sagt gefa verslunar­eig­endum meiri svig­rúm til að á­kveða hvaða kortum þeir taka við og þeir geta þá leið­beint við­skipta­vinum sínum til að nota kort sem eru með lægri færslu­gjöldum.

Al­ríkis­dómari í New York ríki þarf að sam­þykkja sam­komu­lagið áður en það kemur til lækkunar á færslu­gjöldum.