Vísitala neysluverðs í júlí 2007 er 273,0 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,22% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 245,9 stig, lækkaði um 0,12% frá júní, að því er kemur fram á vef Hagstofunnar.

Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 9,3% (vísitöluáhrif -0,44%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,7% (0,31%), aðallega vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,8% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,2%.