Viðskiptavinum í Internetþjónustu fjölgaði, mest í Interneti um ADSL eða um 50%. Um 62% tenginga á Íslandi eru ADSL tengingar sem er um 16 prósentustiga hækkun frá árinu 2003. Snemma á árinu lækkaði verð á ADSL áskriftarleiðum. Síðar á árinu var tengihraði aukinn án þess að verð hækkaði segir í tilkynningu Símans.

Þjónustuver Símans tók á móti um 900 þúsund símtölum á árinu sem er umtalsverð aukning frá því í fyrra. Mest var aukningin í þjónustu við notendur ADSL og Internets, sem endurspeglast í mun lengri og flóknari símtölum.