Í dag mun Atorka birta uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung og gerir Greining Glitnis ráð fyrir um 716 milljóna króna hagnaði á fjórðungnum.

Greining Glitnis bendir á að gert sé ráð fyrir að afkoma móðurfélagsins verði borin uppi af gangvirðisbreytingum á óskráðum eignum. Fjórðungurinn var atburðaríkur og keypti Promens Polimoon að fullu. Atorka seldi einnig alla hluti sína í Hampiðjunni og má segja að félagið hafið losað um fjármagn sem skilaði lítilli ávöxtun.


Það sem af er ári hafa hlutabréfin sem skráð eru í Bretlandi skilað góðri ávöxtun að Amiad undanskyldu bendir Greining Glitnis á. Á fyrsta ársfjórðungi í ár verður opnuð skrifstofa í Shanghai til að styðja við vöxt félagsins og verður Promens skráð á markað í ár eða á næsta ári.