Sam's Club sem er Bandarísk verslunarkeðja í eigu Walmart, hefur ákveðið að feta í fótspor móðurfélagsins. Verslunarkeðjan áætlar nú að opna verslun í Texas þar sem engir starfsmenn vinna á kassa, heldur sjá viðskiptavinirnir um að afgreiða sig sjálfir.

Verslunin mun vera rekin undir heitinu Sam's Club Now. Að sögn forstjóra verslunarkeðjunnar, Jaimie Iannone, mun nýja verslunin opna innan skamms að því er sagt er frá á síðunni The Verge .

Verslunarkeðjan ber miklar væntingar til verkefnisins og vill gera upplifun viðskiptavinarins sem allra besta. Meðal annars vill fyrirtækið búa til sérstakt app sem gerir verslunarleiðangur viðskiptavina auðveldari, t.d. með því að vera með kort inni í appinu sem hjálpar viðskiptavinum að finna þær vörur sem þeir leita að.