Milljarðamæringurinn Warren Buffet segir að samdráttur ríki í Bandaríkjunum.

„Skynsemin segir okkur aðeins eitt, við erum í samdrætti,“ sagði Buffet í viðtalinu.

Þetta sagði hann í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina og bætti því við að hann væri hættur við að tryggja skuldabréf gefin út af sveitafélögum líkt og hann hafði lofað fyrir um þremur vikum. Þrjú stór skuldatryggingafyrirtæki hafa boðist til að taka þátt í tryggingu bréfanna en þau eru MBIA, Ambac og FGIC.

Hann sagði ástandið ekki jafn slæmt og það var í byrjun áttunda áratugarins en Seðlabanki Bandaríkjanna eigi engu að síður erfitt verkefni fyrir höndum.