Ólafur Ívan Wernersson hefur flaggað 55% eignarhlut í B-deild hjá Sláturfélagi Suðurlands. Ólafur á nú 110.010.297 hluti í B-deildarskýrteinum hjá SS. Um leið hefur Frjálsi Fjárfestingabankinn flaggað sölu á 29,45% hlut sínum í SS. Sömuleiðis hefur Guðmundur Albert Birgisson fjárfestir selt 15,41% hlut sinn.

Fyrir átti Ólafur 10,24% hlut í SS. Markaðsvirði félagsins er 360 milljónir.

Tveir stærstu hluthafarnir á eftir Ólafi í SS eftir kaupin eru eignarhaldsfélagið Sláturfélag Suðurlands svf. Með 9,96% og Lífeyrissjóður Suðurlands með 6,13%