*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 13. ágúst 2018 16:17

WOW air eykur hlutafé um 55 milljón hluti

Á föstudag voru uppfærðar upplýsingar um hlutafé í WOW air hjá fyrirtækjaskrá. Samkvæmt henni var hlutafé félagsins aukið úr 107 milljónum í 162 milljónir hluta.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Haraldur Guðjónsson

Á föstudag voru uppfærðar upplýsingar um hlutafé í WOW air hjá fyrirtækjaskrá. Samkvæmt henni var hlutafé félagsins aukið úr 107 milljónum í 162 milljónir hluta. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Líkt og fram kom í tilkynningu sem WOW air sendi frá sér föstudaginn 13. júlí þá nam tapið af rekstri flugfélagsins nærri 2,4 milljörðum króna í fyrra. 

Af því gefnu að skuldir WOW air hafi ekki hækkað í ár má gera ráð fyrir að eiginfjárhlutfallið hafi hækkað við fyrrnefndar breytingar á skuldum við Skúla í eigið fé.

Rekstur flugfélaga hefur hins vegar þyngst í ár eins og sést til að mynda á versnandi afkomu Icelandair. Tap þess félags á fyrri helmingi þessa árs er þrefalt hærra en á sama tíma í fyrra. 

Stikkorð: WOW air