Wow air hefur tekið í notkun tvær nýjar Airbus A320 vélar af árgerð 2010. Önnur vélin kom fyrir helgi en hin vélin er væntanleg til landsins í dag.

Í tilkynningu frá Wow air kemur fram að þetta séu fyrstu tvær vélarnar af fjórum nýlegum Airbus A320 vélum sem félagið mun taka í gagnið fyrir sumarið. Vélarnar eru nýjustu þoturnar sem notaðar eru í áætlunarflugi til og frá Íslandi af íslensku félagi. Þá kemur fram að nýju vélarnar eru mun sparneytnari en eldri vélar og auk þess sem þær menga minna vegna minni útblásturs.

Samkvæmt upplýsingu Viðskiptablaðsins eru vélarnar teknar á leigu frá búlgarska flugfélaginu Air Via. Félagið er nú þegar með eina Airbus A320 vél í notkun frá Avion Express þannig að flugfloti félagsins telur nú þrjár vélar. Eins og áður hefur komið fram hyggst Wow air sækja um flugrekstrarleyfi hér á landi sem þýðir þá að vélarnar verða í framhaldinu skráðar á íslandi. Frá með næsta vori verður Wow air með fjórar Airbus A320 vélar í notkun.

Airbus A320 vél í litum Wow air (Mynd: Baldur Sveinsson).
Airbus A320 vél í litum Wow air (Mynd: Baldur Sveinsson).

Airbus A320 vél í litum Wow air (Mynd: Baldur Sveinsson).