Þeir sem sæti eiga í slitastjórn Kaupþings sinna um 97%-125% vinnu fyrir slitastjórnina fyrir utan það sem þau vinna á sínum föstu lögmanns- og endurskoðunarskrifstofum og rukka 30.200 króna meðalgjald á tímann.

Fjórir sitja í slitastjórn Kaupþings. Það eru þau Feldís Lilja Óskarsdóttir, formaður slitastjórnarinnar og meðeigandi á Megin lögmannsstofu, Jóhannes R. Jóhannsson, meðeigandi á JP Lögmönnum, Davíð B. Gíslason, framkvæmdastjóri Gjaldheimtunnar, og Theodór S. Sigurbergsson, meðeigandi hjá endurskoðunarskrifstofunni Grant Thornton.

Jóhannes fékk hæstu greiðslurnar fyrir árið 2012 eða 79 milljónir króna. Ef miðað er við að vinnan hafi dreifst jafnt yfir árið þá er um að ræða 2.615 tíma sem Jóhannes vann fyrir slitastjórnina. Til samanburðar er 40 klukkustunda vinnuvika allar 52 vikur ársins án þess að taka neitt frí 2.080 tímar. Þar sem rukkað er fyrir hverja unna klukkustund þá er ekki gert ráð fyrir að tekið sé sumarfrí, frí vegna jól, páska eða annarra frídaga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Þúsundir Íslendinga í alvarlegum vanskilum
  • Lögmenn eiga erfitt með að finna vinnu
  • Lánasjóður sveitarfélaga fer í mál gegn Umboðsmanni skuldara
  • Kæru Seðlabankans gegn Samherja vísað aftur til föðurhúsanna
  • Bankamenn véfengja verðtrygginguna
  • Fjórðungur tekna banka fer í launakostnað
  • Hluthafar Eikar liggja undir feldi
  • Telur saksóknara brjóta á sér
  • Fjárfesting í ferðaþjónustu þarf að aukast mikið
  • Hvalur selur frosinn hval
  • Fjöldi yfirmanna endurgreiðir lán
  • Arion banki býður upp á greiðslutryggingarálit
  • Húsleit hjá Samskipum og Eimskipi
  • Óperustjórinn Stefán Baldursson í ítarlegu viðtali
  • Laxveiðin í sumar kom á óvart
  • Bruðlið í boltanum
  • Vandinn við að versla
  • Bestaboð er ný samskiptaleið á milli verktaka og verksala
  • Nærmynd af byggingameistaranum Helga S. Gunnarssyni, forstjóra Regins
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um mikilvægi broskarlanna
  • Óðinn skrifar um pólitíkina og viðskiptin í ferðaþjónustunni
  • Þá eru í blaðinu pistlar, VB Sjónvarp vikunnar, myndasíður og margt, margt fleira.