Greiningardeild Kaupþings telur að enn sé langt að bíða þar til Seðlabanki Íslands grípi til einhverra aðgerða á gjaldeyrismarkaði. Í Hálffimm fréttum Kaupþings segir að yfirlýsing Seðlabankans um það að ekki væru taldar ástæður til gjaldeyrismiðlaskiptasamninga við Seðlabanka Bandaríkjanna, líkt og seðlabankar Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar hafa gert, væri torskiljanleg. Í yfirlýsingunni komi ekki fram hvor aðilinn taldi ekki ástæðu til slíkrar samningsgerðar.

Greiningardeildin segir það ljóst að frá sjónarhóli Íslendinga hljóti ástæður og efni að vera til slíkra samninga við núverandi aðstæður.

Bandaríski Seðlabankinn opnaði skiptalínur við fyrrnefnda norræna seðlabanka auk Seðlabanka Ástralíu. Var það gert í kjölfar óróa á fjármálamörkuðum. Í Hálffimm fréttunum segir að einnig hafi samningar við stærstu seðlabanka heims verið framlengdir.