Engin formleg tilboð hafa verið gerð í DV ehf. til þess að ná meirihluta af hlutafé útgáfufélags blaðsins segir Ólafur M. Magnússon, stjórnarformaður DV, þegar hann er spurður um orðróm um slíkar tilraunir. Hann segir ýmsa aðila hafa óskað eftir gögnum vegna hlutafjáraukningarinnar sem verið er að vinna að um þessar mundir.

Siglir inn á lygnan sjó
„Í rauninni er dagblaðið að sigla inn á lygnan sjó og um áramót verður orðin mjög góð staða á DV,“ segir Ólafur en samkvæmt honum hefur að undanförnu verið staðið við alla gerða samninga, til að mynda við tollstjóra og lífeyrissjóði, til að grynnka á skuldum blaðsins við þessa aðila. Í september greindi Markaður Fréttablaðsins frá því að útgáfufélag DV skuldaði 76 milljónir króna í opinber gjöld í júlí en félagið samdi við tollstjóra um greiðslur á skuldinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.