Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar sem kom út á fimmtudag er ítarleg umfjöllun um Donald Trump og tilraunir hans til að stíga sem hæst á Forbes 400 listanum - stundum með ótrúlegum aðferðum.

Hér á eftir er stutt brot úr greininni sem áskrifendur geta lesið í fullri lengd hér.

Tapaði í forsetatíðinni

Donald Trump féll út af Forbes 400 listanum árið 2021 eftir að hafa verið á honum samfellt frá 1996. Hann fór inn á hann aftur í fyrra og voru þá auðævi hans metin á 3,2 milljarða dala, eða um 430 milljarðar króna.

Forbes gaf út nýjan lista þann 4. apríl, eftir að Frjáls verslun fór í prentun. Auður Trumps er nú metinn á 2,5 milljarða og er hann í 1.247 sæti yfir ríkustu menn heims. Forbes 400 listinn hefur ekki verið uppfærður í ár.

Það er því ljóst að þótt Trump sé ákaflega ónákvæmur í talnaleikfimi sinni þá hefur hann efnast mikið frá því að hann hóf viðskipti fyrir 52 árum síðan.

Trump hóf kosningabaráttu sína í janúar vegna forkosninganna fyrir forsetakosningarnar 2024. Það er óvenju snemmt en ástæðan er ekki síst þau vandræði sem hann er í vegna málaferla og hugsanlegra málaferla.

Stuðningur hans hjá valdamönnum innan Repúblikanaflokksins minnkaði mikið eftir innrásina inn í þinghúsið og eru kosningafundirnir tilraun hans til að sýna styrk sinn.

Áskrifendur geta lesið um hvernig Donald Trump laug sig inn á Forbes 400 listann, sem og um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.