Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl er ítarleg umfjöllun um Donald Trump og tilraunir hans til að stíga sem hæst á Forbes 400 listanum - stundum með ótrúlegum aðferðum. Hér á eftir er stutt brot úr greininni.

John Barron í fjármáladeildinni

Jonathan Greenberg starfaði sem blaðamaður á Forbes þegar 400 listinn var gefinn út árið 1982. Árið 1984 þegar verið var að taka listann saman hafði Greenberg samband við Trump samsteypuna. Ritari Trumps sagði að Trump sjálfur gæti ekki rætt við hann en John Barron í fjármáladeildinni gæti það hins vegar.

Hann hafði starfsheitið varaforseti (e. Vice President) sem þýðir að hann var ekki fjármálastjóri en nokkuð háttsettur. Greenberg átti tvö löng samtöl við Barron í maí og júlí 1984. Blaðamaðurinn tók bæði samtölin upp á segulband. Hið fyrra var 45 mínútur og seinna var 40 mínútur. Hér má hlusta á brot úr samtali Barron og Greenberg.

Það var ekki fyrr en í apríl árið 2018 sem Greenberg upplýsti um samtölin tvö í grein í Washington Post. Þar segist hann hafa hlustað á upptökurnar skömmu áður og ekki trúað sínum eigin eyrum.

Eyrum sem áttuðu sig ekki á því 38 árum áður á því að Barron í fjármáladeildinni var Trump sjálfur.

Nánar er fjallað um Donald Trump í tímariti Frjálsrar verslunar sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl.  Þar er m.a. fjallað um ríkustu Íslendingana. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.

Forsíða Frjálsrar verslunar sem kemur út 13. apríl 2023.