Melker Schörling er annar ríkasti maður Svíþjóðar og þriðji efnaðasti Skandinavinn.

Auður hans og fjölskyldu hans ermetinn á 10,3 milljarða dollara eða um 1.400 milljarða króna, sem þýðir að hann situr í 175. sæti Forbes-listans yfir ríkasta fólk veraldar.

Schörling skaust fram á sjónarsviðið árið 1987 þegar hann varð forstjóri Securitas. Áratug seinna stofnaði hann sitt eigið fjárfestingafélag, Melker Schörling AB en Stefan Persson, eigandi H&M, sat um tíma í stjórn félagsins. Félagið á meðal annars hluti í Securitas, lásaframleiðandanum Assa Abloy og hugbúnaðarfyrirtækinu Hexagon.

Vegna heilsubrests steig Melker til hliðar árið 2017 og dætur hans Sofia og Märta tóku við.

Melker Schörling og fjölskylda

  • 1.400 milljarðar króna
  • 75 ára
  • Eigandi Melker Schörling AB
  • 2. ríkasti í Svíþjóð

Nánar er fjallað um málið í tímariti Frjálsrar verslunar, sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl. Þar er m.a. fjallað um ríkustu Íslendingana. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.