Meðaltekjur Óðins Elíssonar hæstaréttarlögmanns í fyrra námu 1.641 þúsund krónum á mánuði, en ekki 4.794 þúsund eins og fram kom í Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Við vinnslu blaðsins – sem byggir á upplýsingum úr álagningaskrá Skattsins – orsakaði handvömm þessa meinlegu villu.

Á lista blaðsins yfir tekjuhæstu lögmenn landsins var Óðinn sagður sá fjórði hæsti á þann mælikvarða samkvæmt röngu tölunni, en leiðrétt tala skilar honum í sæti 95 af á þriðja hundrað nöfnum í þeim flokk.

Frétt Frjálsrar verslunar um tekjuhæstu lögmennina hefur nú verið leiðrétt, sem og heildarlistinn sem unninn var í ár.

Frjáls verslun biður Óðinn innilegrar afsökunar á mistökunum.