Tíu karlar skipa tíu efstu sætin yfir þá lækna sem hæstu tekjurnar höfðu á síðasta ári. Stór hluti þeirra býr og starfar úti á landi og má gera því í skóna að þar hafi sólarhringsbakvaktir haft sitt að segja.

Tveir náðu yfir fimm milljón krónur á mánuði að jafnaði í tekjur en það voru þeir Ásgeir Böðvarsson og Jacek Jón Kantorski. Hinir átta röðuðu sér á bilið 3.500-4.000 þúsund krónur. Sigurgeir Már Jensson í Vík var þriðji, með rúmlega 3,9 milljón krónur á mánuði að jafnaði og augnlæknirinn Einar Stefánsson hafði tæpar 3,9 milljón krónur.

Fimmti var hjartaskurðlæknirinn og útivistargarpurinn Tómas Guðbjartsson með rétt rúmlega 3,8 milljón krónur á mánuði en á eftir honum fylgja þrír landsbyggðarlæknar, þeir Sigurður Árnason Kirkjubæjarklaustri, Jóhann Davíð Ísaksson á SAk og Baldur Helgi Friðriksson á Vopnafirði.

Hér að neðan má sjá listann:

  1. Ásgeir Böðvarsson, lyflæknir, yfirl. Húsavík - 5.025 þúsund krónur
  2. Jacek Jón Kantorski, heimilislæknir - 5.007 þúsund krónur
  3. Sigurgeir Már Jensson, læknir, Vík - 3.944 þúsund krónur
  4. Einar Stefánsson, augnlæknir, próf. yfirlæknir Landsp. - 3.858 þúsund krónur
  5. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, yfirl. próf. - 3.806 þúsund krónur
  6. Sigurður Árnason, krabbameinsl. yfirl. Kirkjubæjarkl. - 3.783 þúsund krónur
  7. Jóhann Davíð Ísaksson, forstöðulæknir, Sjúkrahúsinu á Ak. - 3.751 þúsund krónur
  8. Baldur Helgi Friðriksson, læknir, Vopnafirði - 3.707 þúsund krónur
  9. Kristbjörn I Reynisson, röntgenlæknir - 3.627 þúsund krónur
  10. Ásbjörn Jónsson, röntgenl. dósent við HÍ - 3.587 þúsund krónur

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér .