Það er skammt stórra högga á milli hjá Kvikumönnum.

Ármann Þorvaldsson forstjóri hefur nú selt TM til Landsbankans. Af bréfaskriftum Jóns Gunnars Jónssonar forstjóra bankasýslunnar að dæma hafa þær Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri og Helga Björk Eiríksdóttir fráfarandi stjórnarformaður lagt sig fram við að koma sýslumanninum og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð á óvart með kaupunum – í opna skjöldu jafnvel! Nú er það vitað að Kvika hefur fengið það verkefni að leita að kaupendum að fjölmiðlahluta Sýnar.

Hrafnarnir telja miðað við atburðarás undanfarinna daga einsýnt að Ármann fundi nú með Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra og handsali að RÚV kaupi Bylgjuna, Vísi og aðra miðla Sýnar sem falir eru.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 20. mars.